Vefurinn ensk.is veitir aðgang að frjálsri, opinni ensk-íslenskri orðabók.
Orðabók þessi var unnin var upp úr 3. útgáfu ensk-íslenzku orðabókar Geirs T. Zoëga frá árinu 1932, sem er fallin úr höfundarétti, og er í raun eins konar 4. útgáfa, með ótalmörgum endurbótum, viðbótum og leiðréttingum. Nánari upplýsingar hér.
Eins og gefur að skilja hefur bæði íslensk og ensk málnotkun og stafsetning breyst mikið á síðustu 90 árum. Fyrir vikið þurfti að snúa ýmsum skilgreiningum yfir á nútímaíslensku, laga gamaldags orðalag, og bæta við nýjum færslum eftir þörfum. Eins og stendur geymir orðabókin 30868 orðaskilgreiningar, þar af 1136 viðbætur.
Orðabók þessi er gefin út í almannaeign (e. public domain) og nýtur hvorki höfundar- né einkaleyfisverndar. Öllum er frjálst að sækja hana, afrita, breyta og endurbirta að vild. Frumgögn á ýmsum sniðum má nálgast hér. Kóðinn á bak við vefinn er opinn á GitHub.
Ritstjóri og umsjónarmaður er Sveinbjörn Þórðarson.
Þessi vefur notar ekki vefkökur (e. cookies), vistar ekki leitir notenda, krefst ekki JavaScript, og nýtir ekki þjónustur á borð við Google Analytics til þess að safna tölfræði um heimsóknir.
Það kostar bæði tíma og peninga að reka og bæta ensk.is. Viljir þú styrkja reksturinn er hægt að millifæra á Sveinbjörn Þórðarson (ritstj.) kt. 311281-5189, reikningsnúmer 0111-26-005189.
Einnig er hægt að nota PayPal (verri kostur):