Nánar um orðabók Geirs Zoëga

Geir T. Zoëga

Þriðja útgáfa af ensk-íslenzku orðabók Geirs T. Zoëga kom út árið 1932. Geir (f. 1857) var enskukennari og síðar rektor við Menntaskólann í Reykjavík á árunum 1883-1927, og gaf fyrst út ensk-íslensku orðabók sína árið 1896. Hann lést árið 1928 og ritstjórn síðustu útgáfu (1932) féll í hendur Þorsteins Þorsteinssonar. Nánar má lesa um æviskeið Geirs Zoëga hér.

Frumtexti Geirs hefur breyst talsvert í höndum núverandi ritstjóra, m.a. eftirfarandi:

  • Stafsetning á íslenskum orðum var uppfærð til að samræmast nútímaritreglum, sbr. sjer->sér, mentun->menntun, skifting->skipting, verzlun->verslun, o.s.frv.
  • Illskiljanlegar forneskjulegar skilgreiningar voru uppfærðar til þess að samræmast málnotkun samtímans.
  • Skilgreiningar sem geyma orð sem þykja ekki lengur við hæfi voru uppfærðar.
  • Fjölmargar villur í stafsetningu og skilgreiningum frumtextans voru leiðréttar.
  • Fjölmörgum orðaskilgreiningum var bætt við.

Blaðsíður upprunalegu orðabókarinnar er hægt að skoða hér.