Gögnin á bak við ensk.is

Hér er hægt að sækja gögnin á bak við ensk.is orðabókina á ýmsum sniðum. Gögn þessi voru síðast uppfærð 21/01/2025.

Gögn þessi eru gefin út í almannaeign (e. public domain) og njóta hvorki höfundar- né einkaleyfisverndar. Öllum er frjálst að sækja þau, afrita, breyta og endurbirta að vild.

Upprunalegu myndgögnin (ljóslesnar blaðsíður) er hægt að skoða hér.

Upprunalega orðabókin er einnig aðgengileg á PDF-sniði á vefnum Bækur.is.

Kóðinn á bak við vefinn er opinn á GitHub undir BSD-leyfi.

Ensk.is býður einnig upp á forritaskil (API). Sjá nánar hér. Það er sennilega skilvirkast að sækja gagnagrunninn og nota hann beint ef hraði skiptir máli.

IPA-hljóðritun á enskum orðum var fengin hér.

Talgerving á enskum orðum var framkvæmd með talgervingartækni frá Apple.